VIÐMIÐUNARMÖRK

Viðmiðunarmörk fyrir hættu á eitrun eru mismunandi eftir tegundum. Hér er stuðst við norskar og danskar viðmiðunarreglur. Þegar meta skal hvort hætta er á ferðum og hvort ástæða er til að vara fólk við neyslu skelfisks af tilteknum svæðum er miðað við ákveðinn fjölda eiturþörunga í hverjum lítra af sjó. Hér eru birt viðmiðunarmörk um fjölda fruma í lítra nokkurra þekktra eiturtegunda við Ísland.

Dinophysis spp. 500 frumur í lítra

D. norvegica 1000 frumur í lítra

D. acuta 500 frumur í lítra

D. acuminata 500 frumur í lítra

Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima 200 þúsund frumur í lítra

P. delicatissima 200 þúsund frumur í lítra

P. seriata 100 þúsund frumur í lítra

Alexandrium spp - 200 frumur í lítra.
 

Hafrannsóknastofnunin - wwwhafro.is -hafro@hafro.is - s: 5752000