MJÓIFJÖRÐUR EYSTRI


Vöktun eiturþörunga í Mjóafirði 2016

25. júlí 2016
Sýni var tekið 25. júlí 2016. Allmikið svif var á svæðinu bæði kísil og skoruþörungar.

Svifþörungar sem valdið geta eitrun í skel fundust ekki.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


27. júní 2016
Sýni var tekið 27. júní.  Á svæðinu er blandaður svifþörungagróður af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Dinophysis  og 
Pseudonitzschia en fjöldi þeirra var vel undir mörkum um hættu á eitrun. Einnig fundust skoruþörungar af ættkvíslinni Alexandrium (veldur PSP-eitrun) og var fjöldinn yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.
 
Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.






V
öktun eiturþörunga í Mjóafirði 2015

11. ágúst 2015
Sýni var tekið 11. ágúst.  Á svæðinu er lítill gróður, blanda af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslinni Dinophysis en fjöldi þeirra var vel undir mörkum um hættu á eitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.


21. júlí 2015
Sýni var tekið 21. júlí.  Á svæðinu er lítill gróður, blanda af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslinni Dinophysis en fjöldi þeirra var undir mörkum um hættu á eitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.




7. júní 2015
Sýni var tekið 7. júní.  Á svæðinu er nokkur gróður, blanda af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundist tegundir af  ættkvíslinni Alexandrium (veldur PSP-eitrun) og var fjöldi yfir  viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun. Einnig fundust tegundir af ættkvísl Pseudonitzschia spp og Dinophysis en fjöldi þeirra var undir mörkum um hættu á eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP-eitrun  í skelfiski.





Vöktun eiturþörunga í Mjóafirði 2014

5. ágúst 2014
Sýni var tekið 5. ágúst.  Á svæðinu er nokkur gróður, blanda af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundist tegundir af ættkvíslinni  Dinophysis (DSP-eitur) og af ættkvíslinni Alexandrium (PSP-eitur)   og var fjöldi yfir  viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun. Einnig fundust tegundir af ættkvísl Pseudonitzschia spp en fjöldi þeirra var undir mörkum um hættu á ASP eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP-eitrun og DSP-eitrun í skelfiski.




Vöktun eiturþörunga í Mjóafirði 2013

17. júlí 2013
Sýni var tekið 17. júlí.  Á svæðinu er nokkur gróður, blanda af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundist tegundir af ættkvíslinni  Dinophysis (DSP-eitur) og af ættkvíslinni Alexandrium (PSP-eitur)   og var fjöldi yfir  viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun. Einnig fundust tegundir af ættkvísl Pseudonitzschia spp en fjöldi þeirra var undir mörkum um hættu á ASP eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP-eitrun og DSP-eitrun í skelfiski.


2. júlí 2013
Sýni var tekið 2. júlí.  Á svæðinu er nokkur gróður, blanda af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundist tegundir af ættkvíslinni  Dinophysis DSP-eitur og af ættkvíslinni Alexandrium PSP-eitur  fjöldi Dinophysis spp.   er vel undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun, en fjöldi Alexandrium sp.
er langt yfir mörkum um hættu á eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP-eitrun í skelfiski.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu
26. júní 2013
Sýni var tekið 26. júní.  Á svæðinu var fremur lítill gróður. Ein tegund af ættkvíslinni  Dinophysis fannst og var fjöldinn langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu

18. júní 2013
Sýni var tekið 18. júní.  Á svæðinu var mikill kísilþörunga gróður. Engar tegundir fundust sem geta valdið skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu

6. janúar 2013
Sýni var tekið 6. janúar.  Á svæðinu var nær enginn gróður.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu





Vöktun eiturþörunga í Mjóafirði árið 2012


1. október 2012
Sýni var tekið 1. október.  Á svæðinu var nær enginn gróður.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu

24. september 2012
Sýni var tekið 10. september.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu

10. september 2012
Sýni var tekið 10. september.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður, aðallega skoruþörungar af ættkvísl Ceratium.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.

3. september 2012
Sýni var tekið 3. september.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður, aðallega skoruþörungar af ættkvísl Ceratium.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.

27. ágúst 2012
Sýni var tekið 27. ágúst.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður.  einungis ein tegund af ættkvíslinni  Dinophysis og var fjöldinn undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.


19. ágúst 2012
Sýni var tekið 19. ágúst.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður.  aðallega af tegundum skoruþörunga og fundust engar eitraðat tegundir. Þar sem fjöldi eitraðra tegunda hefur ekki verið yfir viðmiðunarmörkum í 2 vikur er:

Ekki varað  við neyslu skelfisks af svæðinu.

13. ágúst 2012
Sýni var tekið 13. ágúst.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður: Einungis frumur af ættkvíslinni Pseudonitzschia voru í sýninu en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu í ljósi þess að í síðustu viku var talin hætta á PSP-eitrun.

6. ágúst 2012
Sýni var tekið 6. ágúst.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður.  einungis ein tegund af ættkvíslinni  Dinophysis og ein af Pseudonitzschia og voru báðar undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu í ljósi þess að í síðustu viku var talin hætta á PSP-eitrun.


30. júlí 2012
Sýni var tekið 30. júlí.  Á svæðinu var mjög lítið um gróður.  Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum  Dinophysis (DSP)
en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum og Alexandrium og var fjöldinn yfir viðmiðunarmörkum um hættu á PSP-eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.


23. júlí 2012
Sýni var tekið 23. júlí.  Á svæðinu fundust fyrst og fremst kísilþörungar.  Tegundir af ættkvísl  Pseudo-nitzschia (ASP) 
voru ríkjandi en voru nú undir viðmiðunarmörkum. Alexandrium fannst í háfsýni en ekki í talningasýni og þéttleikinn því væntanlega lítill.

Enn er þó varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.

10. júlí 2012
Sýni var tekið 10. júlí.  Blanda af kísil- og skoruþörungum finnst á svæðinu.  Tegundir af ættkvísl  Pseudo-nitzschia (ASP) 
og tegundir af ættkvísl Alexandrium (PSP) fundust og er fjöldi beggja yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski. Því  er  varað við hættu á ASP og PSP-eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna ASP og PSP eitrunar.

3. júlí 2012
Sýni var tekið 3. júlí.  Svifþörungasamfélagið samanstendur af blöndu af kísil- og skoruþörungum.  Tegundin Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima (ASP)  fannst í talningasýni en langt
undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun. En þar sem tegund af ættkvísl Alexandrium fannst í síðustu viku er enn varað við hættu á PSP-eitrun í skelfiskinum.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.


25. júní 2012
Sýni var tekið 25. júní.  Mjög lítið er af kísilþörungum í sýninu en nokkrar tegundir skoruþörunga.  Þar á meðal fannst  Alexandrium  (
PSP)  var fjöldi hans yfir viðmiðunarmörkum um hættu á  eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.

 14. júní 2012
Sýni var tekið 14. júní.  Mikið er af kísilþörungum í firðinum. Tegundasamfélagið var fjölbreytt, bæði kísil- og skoruþörungar. Þar á meðal var þó nokkuð um Alexandrium, og vel yfir viðmiðunarmörkum um þéttleika sem valdið getur
PSP-eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.
24. maí 2012
Sýni var tekið 22. maí.  Mikið er af kísilþörungum í firðinum. Engar tegundir fundust sem valdið geta skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.



Vöktun eiturþörunga í Mjóafirði 2011

28. ágúst 2011
Mest ber á kísilþörungagróðri á svæðinu, en auk þess greindust
  tegundir af ættkvísl Dinophysis sem getur valdið DSP-eitrun, fjöldinn er þó undir viðkomandi viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Ekki er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.

21. ágúst 2011
Nokkur kísilþörungagróður er á svæðinu. Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun eru Pseudo-nitzschia  
(ASPtegundir  til staðar, fjöldinn er töluvert undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski (um 39 þúsund frumur í lítra)
Enn er þó varað við neyslu skelfisks af svæðinu.

14. ágúst 2011
Nokkur kísilþörungagróður er á svæðinu. Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun er Pseudo-nitzschia  
(ASPaðallega P. pseudodelicatissima  í nokkrum þéttleika, en hefur farið niður fyrir viðmiðunarmörk um hættu á eitrun í skelfiski (um 72 þúsund fr/l) og  P. seriata (um 14 þúsund fr/l).

Enn er varað við neyslu skelfisks af svæðinu þar sem fjöldi Pseudonitzschia er enn töluverður.

8. ágúst 2011
Nokkur kísilþörungagróður er á svæðinu. Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun er Pseudo-nitzschia  
(ASPaðallega P. pseudodelicatissima  í nokkrum þéttleika, en hefur farið niður fyrir viðmiðunarmörk um hættu á eitrun í skelfiski (um 67 þúsund fr/l).

Enn er varað við neyslu skelfisks af svæðinu þar sem tegundin var yfir viðmiðunarmörkum í s.l. viku.

2. ágúst 2011
Fremur lítill  gróður var á svæðinui Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun hefur Pseudo-nitzschia  
(ASPaðallega P. pseudodelicatissima  fjölgað verulega og var þéttleiki tegunda af þeirri ættkvísl  u.þ.b. 165 þúsund fr/l. Þessi þéttleiki er yfir viðmiðunarmörkum fyrir hættu á eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu.
23. júlí 2011
Fremur lítill en fjölbreyttur gróður var á svæðinui. Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust  Pseudo-nitzschia delicatissima (ASP) og voru af henni u.þ.b. 7400 fr/l. Þessi þéttleiki er vel undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski. Dinophysis rotundata. fannst einnig í talningasýninu, 20 fr í lítra sem einnig er langt undir viðmiðunarmörkum.

Ekki varað við neyslu skelfisks af svæðinu.
19. júlí 2011
Lítill gróður fannst í talningarsýninu. Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust  Pseudo-nitzschia spp. (ASP) voru u.þ.b. 11.160 fr/l. Þessi fjöldi er langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski. Alexandrium tamarensis fannst einnig í talningasýninu, 20 fr í lítra.

Það er þó enn varað við neyslu skelfisks af svæðinu vegna þess að hætta á PSP-eitrun af völdum Alexandrium sp. sem er enn til staðar í svifinu.
10. júlí 2011
Lítill gróður fannst í talningarsýninu. Af tegundum sem geta valdið skelfiskeitrun fannst eingöngu  Pseudo-nitzschia spp. (ASP) voru u.þ.b. 28800 fr/l. Þessi fjöldi er langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Það er þó enn varað við neyslu skelfisks af svæðinu vegna þess að hætta á PSP-eitrun af völdum Alexandrium sp. er enn til staðar.



4. júlí 2011
Fjölbreyttur gróður fannst í talningarsýninu og þar á meðal nokkrar  tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun. Alexandrium sp. (PSP) 40 fr/l og Pseudo-nitzschia spp. (ASP) voru u.þ.b. 35000 fr/l. Af þessum eiturþörungum var Alexandrium sp. yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski og

Því er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.



26. júní 2011
Fjölbreyttur gróður fannst í talningarsýninu og þar á meðal nokkrar  tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun. Alexandrium spp. (PSP) 1260 fr/l, Dinophysis spp (DSP) 120 fr/l og Pseudo-nitzschia spp. (ASP) voru u.þ.b. 33000 fr/l. Af þessum eiturþörungum voru Alexandrium spp. yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski og:

Því er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.



20. júní 2011
Fjölbreyttur gróður fannst í talningarsýninu og þar á meðal nokkrar  tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun. Alexandrium spp. (PSP) 620 fr/l, Dinophysis acuminata (DSP) 160 fr/l, Lingolodinium polyedrum 100 fr/l og Pseudo-nitzschia spp. (ASP) voru u.þ.b. 2000 fr/l. Af þessum eiturþörungum voru Alexandrium spp. yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski og:

Því er varað við neyslu skelfisks af svæðinu.



25. maí 2011
Allmikill gróður er að finna. Nokkrar  tegundir fundust sem geta valdið skelfiskeitrun. Alexandrium tamarense 40 fr/l, A. ostenfeldii 20 fr/l (PSP), Dinophysis acuminata (DSP) 60 fr/l og svolítið af Pseudo-nitzschia spp tegundum. Allar talningar eru þó langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Því er ekki varað við neyslu skelfisks af svæðinu.





27. september 2010
Nokkuð af kísilþörungum í sýninu, engar tegundir fundust sem geta valdið skelfiskeitrun.
Því er ekki varað við neyslu skelfisks af svæðinu.

12. júlí 2010
Skoruþörungar eru allsráðandi í svifinu. Mikið af Heterocapsa triquetra. Af eiturþörungum fundust aðeins fáeinar frumur af Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima, fjöldinn er undir viðmiðunarmörkum um hættu á ASP-eitrun í skelfiski.

5. júlí 2010
Skoruþörungar eru allsráðandi í svifinu. Mikið af Heterocapsa triquetra. Af eiturþörungum fundust aðeins fáeinar frumur af Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima, fjöldinn er langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á ASP-eitrun í skelfiski.




14. júlí 2009
Skoruþörungar eru allsráðandi í svifinu. Mikið af Heterocapsa triquetra en einnig nokkuð af kísilþörungnum Cylindrotheca closterium. Nokkrar tegundir eiturþörunga fundust (Alexandrium cf. tamarense 140 fr/l, Phalachroma rotundatum 20 fr/l og Dinophysis acuminata 160 fr/l) en fjöldi þeirra var innan viðmiðunarmarka um hættu á eitrun í skelfiski.

3. júlí 2009
Lítill gróður er til staðar, aðallega Scrippsiella trochoideum.
Engar tegundir fundust sem geta valdið skelfiskeitrun.
22. júní 2009
Mest bar á skoruþörungum í sýninu, aðallega Scrippsiella trochoideum og Heterocapsa triquetra. Engar tegundir fundust sem geta valdið skelfiskeitrun.



21. -27. júlí. 2008.
Lítill gróður er á svæðinu og ekki fundust neinir eiturþörungar.


27. ágúst - 2. sept. 2007.
Lítill gróður er á svæðinu. Af eiturþörungum fundust Dinophysis acuminata 120 frumur/lítra sem getur myndað DSP-eitur og Alexandrium sp. 20 frumur/lítra, sem getur myndað PSP-eitur. Hvoru tveggja undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.


 30. júlí - 5 ágúst 2007.
Mjög lítill gróður er á svæðinu . Engar eiturþörungategundir fundust.



31. okt-6. nóvember 2005
Mjög fátæklegt svif  er í sýni. Af tegundum sem valdið geta skelfiskeitrun fundust tvær í háfsýni, Dinophysis acuminata og Phalacroma rotundatum en hvorug fannst í talningasýni og af því dregin sú ályktun að fjöldi þessara tegunda sé afar lítill í sjónum.


24.-30. október 2005
Mjög fáar tegundir fundust í sýninu en þó kom Dinophysis acuminata fyrir í háfsýni. Hún fannst hinsvegar ekki í talningasýni og því fátt um tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun.


17.-23. október 2005
Fáar tegundir fundust í sýninu, aðallega Ceratium tegundir. Engar tegundir fundust sem valdið geta skelfiskeitrun.


10.-16. október 2005
Fáar tegundir fundust í sýninu, aðallega Ceratium tegundir og nokkrar tegundir kísilþörunga. Engar tegundir fundust sem valdið geta skelfiskeitrun.


3.-9. október 2005
Blandað svif fannst í sýninu bæði skoruþörungar (Ceratium tegundir) og kísilþörugnar.  Tvær tegundir af Dinophysis  (D. acuminata og D. acuta) fundust í háfsýni en hvorug þeirra kom fram í talningasýni. Fjöldi þeirra er því langt undir viðmiðunarmörkum hvað varðar hættu á eitrunum í skelfiski.


26.september - 2. október 2005
 
Nokkur gróður er enn til staðar, aðallega skoruþörungar. Af eiturþörungum fundust í  talningarsýni Pseudonitzschia frumur 180 frumur/lítra sem er  langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á ASP-eitrun, og Dinophysis acuminata 160 frumur/lítra sem er einnig undir viðmiðunarmörkum um hættu á DSP-eitrun.


 19.-25. september 2005
Nokkur gróður er enn til staðar, sambland af kísil- og skoruþörungum. Af eiturþörungum fundust einungis nokkrar Pseudonitzschia frumur í talningarsýni, langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á ASP-eitrun.


12.-18. september 2005
Töluverður gróður er á svæðinu og aðallega ýmsar tegundir skoruþörunga í bland við kísilþörunga. Niðurstöður talningar eru Dinophysis acuminata 360 frumur/lítra og Pseudonitzschia pseudodelicatissima 180 frumur/lítra. Hvoru tveggja innan marka um hættu á skelfiskeitrun.


 5.-11. september 2005
Kísilþörungar eru ríkjandi á stöðinni ásamt nokkrum tegundum skoruþörunga. Tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun fundust og niðurstöður talninga eru 500 frumur/lítra af Dinophysis tegundum, sem eru viðmiðunarmörk um hættu á DSP-eitrun í skelfiski. Neysla skelfisks er því varhugaverð í Mjóafirði.


29. ágúst-4. september 2005
Skoruþörungar eru ríkjandi á stöðinni. Tegundir sem geta valdið skelfiskeitrun fundust og eru niðurstöður talninga þessar: Dinophysis tegundir (DSP) 2.280 frumur/lítra sem er yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun. Pseudo-nitzschia seriata (ASP) 200 frumur/lítra sem er undir viðmiðunarmörkum um hættu á ASP skefiskeitrun. Neysla skelfisks úr Mjóafirði er varhugaverð vegna hættu á DSP-eitrun.


22.-28. ágúst 2005
Blanda af kísilþörungum og skoruþörungum var á stöðinni þar af  tvær tegundir eiturþörunga. Fjöldi Dinophysis acuminata (DSP) var 300 fr/l og fjöldi Alexandrium sp (PSP) 80 fr/l. Fjöldi Dinophysis er undir viðmiðunarmörkum og fjöldi Alexandrium sp er lítill. Þó er varað við neyslu skelfisks í Mjóafirði vegna hættu á DSP og PSP eitrun í skelfiski, ekki síst í ljósi þess að þessar tegundir hafa fundist í firðinum undanfarnar vikur.



15.-21. ágúst 2005
Lítið fannst af svifþörungum á stöðinni en þó fundust bæði Dinophyisis acuminata og Alexandrium tegundir. Fjöldi Dinophysis acuminata var 460 fr/l sem er rétt undir viðmiðunarmörkum. Fjöldi Alexandrium spp tegunda var 80 fr/l. Neysla skelfisks er því varhugaverð vegna hættu á DSP og PSP eitrun í skelfiski.


8.-14. ágúst 2005
Skoruþörungar eru ríkjandi á stöðinni og fundust bæði Alexandrium- (PSP) og Dinophysis tegundir (DSP) í sýninu. Fjöldi Alexandrium tegunda er yfir  viðmiðunarmörkum (800 fr/l) en fjöldi Dinophysis tegunda (D. acuminata og D. norvegica) er rétt innan viðmiðunarmarka (400 fr/l). Neysla skelfisks er því varhugaverð vegna hættu á PSP eitrun.


1.-7.ágúst 2005
Skoruþörungasamfélag er ríkjandi á stöðinni. Fjöldi Alexandrium tegunda er yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun (1.240 frumur/lítra). Neysla skelfisks er því varhugaverð vegna hættu á PSP eitrun.


25.-31. júlí 2005

Á stöðinni er ríkjandi kísilþörunga gróður, helsta tegund er Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima. Gerð var talning á Pseudo-nitzschia tegundum (P. delicatissima og P. pseudodelicatissima) og reyndist fjöldinn vera 1.131.180 frumur/lítra sem er enn langt yfir viðmiðunargildum fyrir þessar tegundir (200 000 fr/l). Neysla skelfisks í Mjóafirði gæti því verið varhugaverð þessa dagana.

18.-24. júlí 2005
Nokkuð var af svifþörungum í háfsýninu, mest kísilþörungar og er Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima ríkjandi tegund í firðinum, samkvæmt talningu reyndist fjöldi  Pseudo-nitzschia tegunda vera 1.033.600 frumur/lítra sem er enn langt yfir viðmiðunargildum fyrir þennan hóp. Neysla skelfisks í Mjóafirði gæti því verið varhugaverð þessa dagana.


11.-17. júlí 2005
Nokkuð var af svifþörungum í háfsýninu, mest kísilþörungar (Thalassiosira tegundir og Pseudo-nitzschia tegundir). Gerð var talning á Pseudo-nitzschia tegundum (P. delicatissima og P. pseudodelicatissima) og reyndist fjöldinn vera 1.133.000 frumur/lítra sem er langt yfir viðmiðunargildum fyrir þessar tegundir (200 000 fr/l). Neysla skelfisks í Mjóafirði gæti því verið varhugaverð þessa dagana.


4.-10. júlí 2005
Fremur lítið var af svifþörungum í háfsýninu, mest kísilþörungar (Chaetoceros tegundir og Pseudo-nitzschia tegundir). Gerð var talning á Pseudo-nitzschia tegundum (P. delicatissima og P. pseudodelicatissima ) og reyndust fjöldinn vera  620 000 frumur/lítra sem er talsvert hærra en viðmiðunargildi fyrir þessar tegundir (200 000 fr/l).  Neysla skelfisks í Mjóafirði gæti því verið varhugaverð þessa dagana.


27. júní-3. júlí 2005
Nær eingöngu fundust kísilþörungar í sýninu. Mest bar á Chaetoceros tegundum. Pseudo-nitzschia tegundur fundust en í litlum mæli


20.-26. júní 2005
Talsvert fannst af svifþörungum í sýninu.  Uppistaðan í svifinu voru kísilþörungar (Chaetoceros spp og Rhizosolenia sp). Tvæ tegundir sem valdið geta eitrunum fundust í mjög litlum mæli þ.e. Pseudo-nitzschia sp. (kísilþörungur) og  Dinophysis acuminata (skoruþörungur)


13.-19. júní 2005
Mjög lítið var af svifþörungum í sýninu og engir eitraðir þörungar.


6.-12. júní  2005
Engir svifþörungar fundust í sýninu.


30. maí-5. júní 2005
Svifþörungagróður lítill. Örfáar frumur af kísilþörungum og skoruþörungum fundust í sýninu. Engar tegundir fundust sem hugsanlega geta valdið skelfiskeitrun.

 

Hafrannsóknastofnunin - wwwhafro.is -hafro@hafro.is - s: 5752000