HVALFJÖRÐUR


Vöktun eiturþörunga í Hvalfirði árið 2019


10. júní 2019
Vöktun eiturþörunga hætt í Hvalfirði.

Matvælastofnun hefur ákveðið að hætta sýnatökum á svifþörungum í Hvalfirði. Því munu í framhaldinu ekki birtast hér á síðunni nýjar upplýsingar um stöðu mála varðandi eitraða svifþörunga í Hvalfirði og hugsanlega eitrun vegna þeirra í kræklingi.

Vísað er á Mast varðandi fyrirspurnir um stöðu mála.


17. maí 2019
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarð) þann 17. maí. kísilþörungar voru ríkjandi. Eiturþörungar af ættkvíslunum Pseudonitzshia, Dinophysis og Alexandrium fundust í sýnunum en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar er svæðið þó lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna hættu á eitrun. Sjá nánar á heimasíðu MAST
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu.


9. apríl 2019
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarð) þann 9. apríl .Kísilþörungar voru ríkjandi í svifinu. Engar tegundir eiturþörunga fundust.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar er svæðið þó lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna hættu á eitrun. Sjá nánar á heimasíðu MAST
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu.
Vöktun eiturþörunga í Hvalfirði árið 2018


28. nóvember 2018
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarð) þann 28. nóvember. Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust í sýnunum en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um mögulega DSP eitrun í skelfiski.
Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar er svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu MAST
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu.18. september 2018
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarð) þann 18. september . Allmikill kísilþörunga gróður er á svæðinu.  Eiturþörungar af ættkvíslum Dinophysis og Pseudonitzschia  fundust í sýnunum og var fjöldi beggja yfir  viðmiðunarmörkum um mögulega DSP eitrun og ASP eitrun í skelfiski.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu


29. ágúst 2018
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarð) þann 29. ágúst . Nokkur kísilþörunga gróður er á svæðinu auk nokkura tegunda skotuþörunga. Nokkrar tegundir eiturþörunga fundust og þar á meðal var fjöldi skoruþörunga af tegundinni Dinophysis acuminata yfir viðmiðunarmörkum fyrir mögulega DSP eitrun.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu


14. ágúst 2018

Sýni voru tekin við Eyrarkot 14. ágúst (Álfagarð). Nokkur kísilþörunga gróður er á svæðinu auk nokkura tegunda skotuþörunga. Nokkrar tegundir eiturþörunga fundust en allar undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu


25. júlí 2018

Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarð) 25. júlí.  Blandaður gróður var á svæðinu, þó langmest af kísilþörungum. Nokkrar tegundir eiturþörunga fundust en allar undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings af svæðinu


10. júlí 2018
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarður) 10. júlí.  Blandaður gróður var á svæðinu, bæði kísilþörungar og skoruþörungar. Einnig fundust tegundir eiturþörunga af ættkvíslum Alexandrium og  Dinophysis en fjöldi þeirra var rétt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings.


25. júní 2018
Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarður) 25. júní.  Talsverður gróður var á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Einnig fundust tegundir eiturþörunga af ættkvíslum Alexandrium, Pseudonitzschia og  Dinophysis en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er við neyslu kræklings.13. júní 2018

Sýni voru tekin við Eyrarkot (Álfagarður) 13. júní.  Talsverður gróður var á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Einnig fundust tegundir eiturþörunga af ættkvíslum Alexandrium og Pseudonitzschia  undir viðmiðunarmörkum en Dinophysis var yfir viðmiðunarmörkum.

Á vegum Matvælastofnunar var mælt þörungaeitur í krælkingi úr Hvalfirði og mældist  DSP yfir viðmiðunarmörkum. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er  við neyslu kræklings.29. maí 2018

Sýni var tekið við Eyrarkot (Álfagarður) 29. maí. Þó nokkur gróður var á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Einnig fundust tegundir eiturþörunga af ættkvíslum Dinophysis og Pseudonitzschia  undir viðmiðunarmörkum og Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er  við neyslu kræklings.


9. maí 2018

Sýni var tekið við Eyrarkot (Álfagarður) 9. maí. Nokkur gróður var á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Einnig fundust tegundir eiturþörunga af ættkvíslum Dinophysis  undir viðmiðunarmörkum og Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er  við neyslu kræklings.


26. apríl 2018

Sýni var tekið við Eyrarkot 26. apríl. Allmikill gróður var á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Einnig fundust tegundir eiturþörunga af ættkvíslum Dinophysis  undir viðmiðunarmörkum og Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum.

Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar eru svæðið lokað fyrir neyslu á kræklingi vegna DSP eitrunar í kræklingi. Sjá nánar á heimasíðu Mast
http://mast.is/default.aspx?PageID=0c7756af-459a-4338-a003-8663606d7ccc&info=1

Varað er  við neyslu kræklings.Vöktun eiturþörunga í Hvalfirði árið 2017


1. nóvember 2017
Sýni tekin við Eyrarkot í Hvalfirði 1. nóvember. Lítill gróður er á svæðinu, en aðallega kískilþörungar.  Vart var við tegund eiturþörunga af ættkvísl Pseudonitzschia (ASP), en fjöldinn er langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun og því ekki ástæða til að vara við neyslu skelfisks af svæðinu á grundvelli niðurstaðna úr þessari sýnatöku.

Ekki er varað við neyslu skelfisks.


11. september 2017
Sýni voru tekin við Eyrarkot í Hvalfirði 11. september. Lítill gróður er á svæðinu.  Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP) og Pseudonitzschia (ASP) fundust á svæðinu og var fjöldi Dinophysis rétt undir mörkum um hættu á eitrun í skelfiski, en þar sem Dinophysis tegundir hafa verið viðvarandi lengi og yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun, er enn varað við neyslu skelfisks af svæðinu.

Varað er við neyslu skelfisks vegna hættu á DSP eitrun.


18. ágúst 2017
Sýni voru tekin við Eyrarkot í Hvalfirði 18. ágúst. Mikill gróður er á svæðinu, aðallega kísilþörungar.  Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP) og Pseudonitzschia (ASP) fundust á svæðinu og var fjöldinn yfir mörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks vegna hættu á DSP og ASP eitrun.


31. júlí 2017
Sýni voru tekin við Eyrarkot í Hvalfirði 31. júlí. Mikill gróður er á svæðinu, aðallega kísilþörungar.  Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP, Pseudonitzschia (ASP) og Alexandrium (PSP) fundust á svæðinu og var fjöldinn í öllum tilfellum yfir mörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks vegna hættu á PSP, DSP og ASP eitrun.


04. júlí 2017

Svifsýni voru tekin utan við Eyrarkot í Hvalfirði 04. júlí 2017. Allmikill gróður er á svæðinu aðallega kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSP) og Pseudonitzschia (ASP) fundust og var fjöldi Alexandrium tegunda  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna hættu á PSP eitrun í skelfiski.

30. maí 2017

Svifsýni voru tekin í Hvammsvík í Hvalfirði 30. maí 2017. Allmikill gróður er á svæðinu aðallega kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP) og Alexandrium (PSP) fundust og var fjöldi beggja  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna hættu á DSP og PSP eitrun í skelfiski.


10. apríl 2017

Svifsýni voru tekin í Hvammsvík Hvalfirði 10. apríl. Gróður er enn lítill á svæðinu en fer vaxandi. 

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust en fjöldi var innan viðmiðunarmarka. Einnig fundust tegundir af Pseudo-nitzschia ættkvísl en í mjög litlu magni.

Varað er við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna  DSP eiturs í kræklingi sem er yfir viðmiðunarmörkum.


29. mars 2017

Svifsýni voru tekin í Hvammsvík Hvalfirði, Hvammsvík 29. mars. Gróður er enn lítill á svæðinu en fer vaxandi.
Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust en fjöldi var innan viðmiðunarmarka. Einnig fundust tegundir af Pseudo-nitzschia ættkvísl en í mjög litlu magni.

Varað er við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna  DSP eiturs í kræklingi sem er langt yfir viðmiðunarmörkum.


1. mars 2017

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði, Hvammsvík, 1. mars. Gróður er lítill á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust en fjöldi var innan viðmiðunarmarka. Einnig fundust tegundir af Pseudo-nitzschia ættkvísl en í mjög litlu magni.

Varað við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna hættu á  DSP eitri  í skel.


3. janúar 2017

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði, Hvammsvík, 3. janúar 2017. Gróður er mjög lítill á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis og Pseudo-nitzschia fundust í litlum mæli og var fjöldi langt innan viðmiðunarmarka.


Varað við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna hættu á  DSP eitri  í skel.
Vöktun eiturþörunga í Hvalfirði árið 2016


14. desember 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 14. .desember. Gróður er lítill á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis og Pseudo-nitzschia fundust en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskseitrun.

Engu að síður er varað við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna langvarandi fjölda Dinophysis fruma í sjó og einnig vegna hás DSP styrks í skel í Hvalfirði samkvæmt mælingu.

Varað er við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna hættu á DSP eitrun í skel.


29. nóvember 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 29. nóvember. Gróður er lítill á svæðinu

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis og Pseudo-nitzschia fundust en fjöldi þeirra var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Engu að síður er varað við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna langvarandi fjölda Dinophysis fruma í sjó og einnig vegna hás DSP styrks í skel í Hvalfirði samkvæmt  nýlegri mælingu.

Varað er við neyslu skelfisks úr Hvalfirði vegna hættu á DSP eitrun í skel.


16. nóvember 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 16. nóvember. Gróður er lítill á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru að mestu kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust og var fjöldi þeirra rétt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Í ljósi langvarandi mikils fjölda Dinophysis fruma í Hvalfirði er áfram varað við hættu á neyslu skelfisks úr Hvalfirði.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinum vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski.10. nóvember 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 10. nóvember. Gróður er lítill á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru að mestu kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust og var fjöldi þeirra yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.


Varað er við neyslu skelfisks á svæðinum vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski.


3. nóvember 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 3. nóvember. Gróður er lítill á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru að mestu kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust og var fjöldi þeirra yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinum vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski.


27. október 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 27. október. Gróður fer minnkandi á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru að mestu kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis fundust en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskseitrun. Í ljósi langvarandi mikils fjölda Dinophysis fruma í Hvalfirði er áfram varað við hættu á neyslu skelfisks úr Hvalfirði.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski

17. október 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 17. október. Gróður fer minnkandi á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru að mestu kísilþörungar.

Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis DSP og  Pseudo-nitzschia (ASP) fundust í sýnum og er fjöldi Dinophysis  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun en fjöldi Pseudo-nitzschia undir viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski


28. september 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 28. september. Gróður fer minnkandi á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungum.
Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSP)  og Pseudo-nitzschia (ASP) fundust í sýnum,  fjöldi  þeirra er undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Enn er þó varað við neyslu skelfisks af svæðinu þar sem fjöldi Dinophysis tegunda hefur viðvarandi verið yfir viðmiðunarmörkum.


22. september 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 22. september. Gróður fer minnkandi á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungum.

Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis DSP og  Pseudo-nitzschia (ASP) fundust í sýnum og er fjöldi Dinophysis  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun en fjöldi Pseudo-nitzschia undir viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski

16. september 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 16. september. Gróður fer minnkandi á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungum.

Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP) og  Pseudo-nitzschia (ASP) fundust í sýnum og er fjöldi Dinophysis  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun en fjöldi Pseudo-nitzschia undir viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski
7. september 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 7. september. Gróður fer minnkandi á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungum.

Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP)
og  Pseudo-nitzschia (ASP) fundust í sýnum og er fjöldi Dinophysis
  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun en ekki fjöldi Pseudo-nitzschia undir viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski.

1. september 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 1. september. Talsvert er af gróðri á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungum.

Fjöldi eiturþörunga af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP)
og  Pseudo-nitzschia (ASP) fundust í sýnum og er fjöldi
Dinophysis  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun en fjöldi Pseudo-nitzschia á viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun og ASP eitrun í skelfiski.


24. ágúst 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 24. ágúst. Talsvert er af gróðri á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungum. Fjöldi eiturþörunga af ættkvíslunum Dinophysis (DSP) og  Pseudo-nitzschia (ASP) finnast í sýnum og er fjöldi beggja hópa  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun og ASP eitrun í skelfiski.


17. ágúst 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 17. ágúst. Talsvert er af gróðri á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru blanda af kísil- og skoruþörungar.

Fjöldi eiturþörunga af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP)
og  Pseudo-nitzschia (ASP) finnast í sýnum og er fjöldi
beggja hópa  yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun og ASP eitrun í skelfiski.


9. ágúst 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 9. ágúst. Talsvert er af svifgróðri á svæðinu. Svifþörungategundir sem fundust voru að mestu kísil- og skoruþörungar. Fjöldi eiturþörunga af ættkvíslunum Dinophysis (DSP) og  Pseudo-nitzschia (ASP) finnast í sýnum og er fjöldi Dinophysis tegunda yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP eitrun í skelfiski.


2. ágúst 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 2. ágúst. Nokkur kísil- og skoruþörungagróður er  á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSP
og  Pseudonitzschia (ASP) fundust í sýnunum og var fjöldi 
Dinophysis og Alexandrium tegunda yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP og PSP eitrun í skelfiski.


19. júlí 2016.

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 19. júlí. Nokkur kísil- og skoruþörungagróður er  á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSPog  Pseudonitzschia (ASP) ASP fundust í sýnunum og var fjöldi þeirra allra yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP, ASP og PSP eitrun í skelfiski.


14. júlí 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 14. júlí. Nokkur kísil- og skoruþörungagróður er  á svæðinu. Eiturþörungar af
Dinophysis(DSP), Alexandrium (PSPog  Pseudonitzschia (ASP) ættkvíslunum   fundust í sýnunum og var fjöldi þeirra allra yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á DSP, ASP og PSP eitrun í skelfiski.

7. júlí 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 7. júlí. Nokkur kísil- og skoruþörungagróður er  á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSPog  Pseudonitzschia (ASP) ASP fundust í sýnunum og var fjöldi Dinophysis og Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.


28. júní 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 28. júní. Nokkur kísil- og skoruþörungagróður er  á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSP)  og  Pseudonitzschia (ASP) ASP fundust í sýnunum og var fjöldi Dinophysis og Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.
21. júní 2016.
Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 21. júní. Kísil- og skoruþörungagróður er töluverður á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum
Dinophysis (DSP), Alexandrium (PSP)  og  Pseudonitzschia (ASP) ASP fundust í sýnunum og var fjöldi Dinophysis og Alexandrium yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.


14. júní 2016.

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 14. júní. Enn er nokkur kísilþörungagróður á svæðinu en fer minnkandi. Eiturþörungar af ættkvíslunum Dinophysis (DSP) og Alexandrium (PSP) fundust í sýnunum og var fjöldi þeirra beggja yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.


Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.
8. júní 2016.

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 8. júní. Enn er nokkur kísilþörungagróður á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum Dinophysis (DSP) og Alexandrium (PSP) fundust í sýnunum og var fjöldi þeirra beggja yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.

30. maí 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 30. maí. Töluverður kísilþörungagróður er enn á svæðinu. Eiturþörungar af ættkvíslunum Dinophysis (DSP) og Alexandrium (PSP) voru í sýnunum og fjöldi þeirra yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.
Pseudonitzschia sp  (ASP) fannst einnig en í mjög litlum mæli

Varað er áfram við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.

25. maí 2016

Svifsýni voru tekin í Hvalfirði 25. maí. Töluverður kísilþörungagróður er á svæðinu.
Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis og Prorocentrum (DSP) og Alexandrium (PSP) fundust í sýnunum og var fjöldi þeirra yfir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á bæði DSP og PSP eitrun í skelfiski.


2. maí 2016

Svifsýni var tekið í Hvalfirði 2. maí og reyndist lítið
svif í sýnunum, aðallega kísilþörungar af ættkvísl Chaetoceros. Eiturþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP) fundust en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu

12. apríl 2016
Í svifsýni sem tekið var í Hvalfirði 12. apríl fundust svifþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP)
og Alexandrium (PSP) sem geta valdið skelfiskeitrun. Fjöldi Dinophysis var vel undir viðmiðunarmörkum en Alexandrium var yfir mörkum um hættu á eitrun.

Gerðar voru eiturefnamælingar í kræklingnum sjálfum og sýndu þær enga eitrun og því er

Ekki varað við neyslu skelfisks frá svæðinu.

17.mars 2016
Í svifsýni sem tekið var í Hvalfirði 17. mars fundust svifþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP), Pseudonitzschia (ASP) og Alexandrium (PSP) sem geta valdið skelfiskeitrun. Fjöldi þeirra var  undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks frá svæðinu.


22. febrúar 2016
Í svifsýni sem tekið var í Hvalfirði 22. febrúar fundust svifþörungar af ættkvísl
Dinophysis (DSP) og Pseudonitzschia (ASP) sem geta valdið skelfiskeitrun. Fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks frá svæðinu.

5. janúar 2016
Í svifsýni sem tekið var í Hvalfirði 5. janúar 2016 fundust svifþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP) og Pseudonitzschia (ASP) sem geta valdið skelfiskeitrun.

Fjöldi Dinophysis var yfir viðvörunarmörkum um hættu á eitrun en fjöldi Pseudonitzschia ekki. Vegna þessa er varað við neyslu skelfisks vegna hættu á DSP eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks frá svæðinu.
Vöktun eiturþörunga í Hvalfirði árið 2015


18. nóvember 2015
Í svifsýni sem var tekið í Hvalfirði 18.
nóvember 2015 fundust svifþörungar af ættkvísl Dinophysis (DSP) og  Pseudonitzschia (ASP)  sem geta valdið skelfiskeitrun.

Fjöldi Dinophysis var
yfir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski
en fjöldi Pseudonitzschia ekki. Vegna þessa er varað við neyslu skelfisk vegna hættu á DSP eitrun.

Varað er við neyslu skelfisks frá svæðinu


13. október 2015
Í svifsýni sem var tekið í Hvalfirði
13