Stakksfjörður

 

 

Hvalfjörður

 

 

Breiðafjörður

Álftafjörður

Steingrímsfjörður

Eyjafjörður

Þistilfjörður

Mjóifjörður eystri

Þörungaeitranir

Viðmiðunarmörk

Eiturþörungategundir

Ítarefni

Ársskýrslur

Hafðu Samband

 

STAKKSFJÖRÐUR

Vöktun eiturþörunga í Stakksfirði árið 2017


4. maí 2017
Svifsýni var tekið 4. maí 2017. Svifgróður fer vaxandi og er að mestu kísilþörungar en einnig sjást skoruþörungar.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


18. febrúar 2017
Svifsýni var tekið 18. febrúar 2017. Mjög lítið var af svifþörungum á svæðinu en nokkrar tegundir kísilþörunga fundust. Engir eiturþörungar voru í sýninu.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.



Vöktun eiturþörunga í Stakksfirði árið 2016


27. desember 2016
Svifsýni var tekið 26. desember 2016. Mjög lítið svif var á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Engir eiturþörungar fundust.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


23. september 2016
Svifsýni var tekið 23. september 2016. Nokkur svifgróður var á svæðinu aðallega kísilþörungar.

Af svifþörungum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust Dinophysis en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á DSP eitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


5. september 2016
Svifsýni var tekið 5. september 2016. Nokkur svifgróður var á svæðinu, aðallega kísilþörungar.

Af svifþörungum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust tegundir af ættkvísl Pseudo-nitzscha en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


25. júlí 2016
Svifsýni var tekið 25. júlí 2016. Nokkur svifgróður var á svæðinu, blanda af kísilþörungum og skoruþörungum.

Af svifþörungum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust Alexandrium (PSP) og Dinophysis tegundir og Prorocentrum lima. Fjöldi Alexandrium var yfir viðmiðunarmörkum um hættu á PSP eitrun í skelfiski en fjöldi hinna ættkvíslanna undir viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu vegna hættu á PSP eitrun í skelfiski.




Vöktun eiturþörunga í Stakksfirði árið 2015

 




30. ágúst 2015

Svifsýni var tekið 30. ágúst. Svifþörungagróður á svæðinu er nokkur. Af svifþörungum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust tegundirnar Pseudonitzschia pseudodelicatissima, Dinophysis sp. og Alexandrium sp. og er fjöldi Alexandrium yfir  viðmiðunarmörkum um hættu á PSP eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP eitrun í skelfiski.


4. ágúst 2015

Svifsýni var tekið 4. ágúst. Svifþörungagróður á svæðinu er rýr. Af svifþörungum sem geta valdið skelfiskeitrun fundust tegundirnar Pseudonitzschia pseudodelicatissima og Dinophysis sp. og er fjöldi Pseudonitzschia yfir  viðmiðunarmörkum um hættu á ASP eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á ASP eitrun í skelfiski.


22. júlí 2015

Svifsýni var tekið 22 júlí. Svifþörungagróður á svæðinu er rýr. Af svifþörungum sem geta valdið skelfiskeitrun fannst tegundin Pseudonitzschia pseudodelicatissima og er fjöldi hennar yfir  viðmiðunarmörkum um hættu á ASP eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á ASP eitrun í skelfiski.


6. júlí 2015

Svifsýni var tekið 6 júlí. Kísilþörungar voru ráðandi í sýninu en nokkrar tegundir af skoruþörungum voru þar einnig. Þéttleiki tveggja tegunda Dinophysis sp. samanlagður (valda DSP eitrun) var rétt um viðmiðunarmörk.  Aðrar tegundir sem geta valdið eitrun voru tvær tegundir Pseudonitzschia sp. sem samanlagt voru líka rétt um viðmiðunarmörk.
Niðurstöðurnar gefa því ástæðu til að hafa vara á varðandi neyslu skelfisks af svæðinu og niðurstöður undangenginna athugana ýtir undir það.

Varað er við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á DSP og ASP eitrun í skelfiski.


10. júní 2015

Svifsýni var tekið 10 júní. Kísilþörungar voru ráðandi í sýninu en nokkrar tegundir af skoruþörungum voru einnig í því. Þéttleiki Alexandrium ostenfeldii (veldur PSP eitrun) var yfir viðmiðunarmörkum. Aðrar tegundir sem geta valdið eitrun voru langt undir mörkum.

Það er varað við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP eitrun í skelfiski.


27.maí 2015

Svifsýni var tekið í Stakksfirði 27. maí 2015. Kísilþörungar voru ríkjandi í sýninu. Tegundir sem valdið geta eitrunum í skelfiski fundust. Fjöldi svifþörunga af ættkvísl Dinophysis (DSP) og Pseudo-nitzschia (ASP) var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski en fjöldi Alexandrium (PSP) var yfir viðmiðunarmörkum. Af þessum sökum er varað við neyslu skelfisks af svæðinu vegna hættu á PSP eitrun í skelfiski.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu


24. mars 2015

Svifsýni var tekið 24. mars. Svifþörungagróður er mjög rýr á svæðinu, aðallega kísilþörungar. Engir eitraðir svifþörungar fundust í sýninu.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


20. janúar 2015

Svifsýni var tekið 20. janúar. Svifþörungagróður er mjög rýr á svæðinu. Engir eitraðir svifþörungar fundust í sýninu.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.



Vöktun eiturþörunga í Stakksfirði árið 2014


15. desember 2014
Svifsýni var tekið 15. desember. Svifþörungagróður er mjög rýr á svæðinu. Af eiturþörungum fannst tegund af ættkvísl Dinophysis (DSP-eitur) en fjöldi þeirra var vel undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrum í skelfiski.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


23. nóvember 2014
Svifsýni var tekið 23. nóvember. Svifþörungagróður er mjög rýr á svæðinu.
Af eiturþörungum fundust kísilþörungategundir af ættkvísl Pseudonitzschia (ASP-eitur) en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


4. nóvember 2014
Svifsýni var tekið 4. nóvember. Svifþörungagróður er mjög rýr á svæðinu, en þónokkur tegundafjölbreyttni, aðallega kísilþörungar, þ.á.m. eiturþörungur af ættkvísl Pseudonitzschia (ASP-eitur) en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun  í skelfiski.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


4. október 2014
Svifsýni var tekið 4. október. Svifþörungagróður er mjög rýr á svæðinu. Engir eiturþörungar fundust  í sýninu.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


10. september 2014
Svifsýni var tekið 10. september. Af eiturþörungum fundust kísilþörungategundir af ættkvísl Pseudonitzschia (ASP-eitur) en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


26. ágúst 2014
Svifsýni var tekið 26. ágúst. Svifþörungagróður er rýr á svæðinu. Engir eiturþörungar fundust  í sýninu.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


28. júlí 2014
Svifsýni var tekið 28. júlí. Svifþörungagróður er rýr á svæðinu. Af eiturþörungum fundust  skoruþörungategundir af ættkvísl Dinophysis (DSP-eitur) en þessar tegundir voru undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


10. júlí 2014
Svifsýni var tekið 10. júlí. Svifþörungagróður er fjölbreyttur, bæði kísilþörungar og skoruþörungar.  Af eiturþörungum fundust kísilþörungategundir af ættkvísl Pseudonitzschia (ASP-eitur) og skoruþörungategundir af ættkvísl Dinophysis (DSP-eitur) fjöldi þessara ættkvísla var undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


2. júlí 2014
Svifsýni var tekið 2. júlí. Svifþörungagróður er rýr á svæðinu. Af eiturþörungum fundust kísilþörungategundir af ættkvísl Pseudonitzschia (ASP-eitur) og skoruþörungategundir af ættkvísl Dinophysis (DSP-eitur) þessar tegundir voru allar undir viðmiðunarmörkum um hættu á eitrun í skelfiski

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


29. maí 2014
Svifsýni var tekið 29. maí. Kísilþörungar eru ríkjandi í svifinu. Af eiturþörungum fannst tegund af ættkvísl Pseudonitzschia en fjöldi var langt undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


20. maí 2014
Svifsýni var tekið 22. maí. Kísilþörungar eru ríkjandi í svifinu. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslunum Pseudonitzschia og Dinophysis en fjöldi þeirra var undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


24. apríl 2014

Svifsýni var tekið 24. apríl. Kísilþörungar eru ríkjandi í svifinu. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslinni Pseudonitzschia í mjög litlum mæli.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu


2. apríl 2014

Svifsýni var tekið 2. apríl. Kísilþörungar eru uppistaðan í svifinu. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslinni Pseudonitzschia í mjög litlum mæli.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


17. mars 2014

Svifsýni var tekið 17. mars. Nokkuð er af gróðri á svæðinu, fyrst og fremst kísilþörungar. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslinni Pseudonitzschia en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


23. febrúar 2014

Svifsýni var tekið 23. febrúar. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslinni Pseudonitzschia en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


11. febrúar 2014

Svifsýni var tekið 11. febrúar. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslunum Pseudonitzschia og Dinophysis en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


26. janúar 2014

Svifsýni var tekið 26. janúar. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslunum Pseudonitzschia og Dinophysis en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


11. janúar 2014

Svifsýni var tekið 11. janúar. Af eiturþörungum fannst tegund af ættkvíslinni Pseudonitzschia en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.

 

 

 

Vöktun eiturþörunga í Stakksfirði árið 2013




18. desember 2013

Svifsýni var tekið 18. desember.  Af eiturþörungum fannst tegund af ættkvíslinni Dinophysis en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


2. desember 2013

Svifsýni var tekið 2. desember.  Af eiturþörungum fannst tegund af ættkvíslinni Pseudonitzschia en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


3. nóvember 2013

Svifsýni var tekið 3. nóvember.  Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Pseudonitzschia og Dinophysis  en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


15. október 2013

Svifsýni var tekið 15. október.  Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Pseudonitzschia og Dinophysis  en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


22. september 2013

Svifsýni var tekið 22. september.  Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Pseudonitzschia og Dinophysis  en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


4. september 2013

Svifsýni var tekið 4. september.  Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Pseudonitzschia og Dinophysis  en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


26. ágúst 2013

Svifsýni var tekið 26. ágúst.  Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Pseudonitzschia og Dinophysis  en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.



15. ágúst 2013

Svifsýni var tekið 15. ágúst. Nokkur skoruþörungagróður er á svæðinu. Af eiturþörungum fundust tegundir af ættkvíslum Pseudonitzschia og Dinophysis  en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.



2. ágúst 2013

Svifsýni var tekið 2. ágúst. Mjög lítill gróður er á svæðinu. Tegund af ættkvíslinni Pseudonitzschia  fannst í sýninu en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


21. júlí 2013

Svifsýni var tekið 21. júlí. Mjög lítill gróður er á svæðinu. Tegundir af ættkvíslum  Dinophysis og Pseudonitzschia  fundust í sýninu en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


10. júlí 2013

Svifsýni var tekið 10. júlí. Mjög lítill gróður er á svæðinu. Tegund af ættkvísl Dinophysis fannst í sýni en fjöldi fruma var langt undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


4. júlí 2013

Svifsýni var tekið 4. júlí. Mjög lítill gróður er á svæðinu. Engar tegundir fundust sem geta valdið  hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


25 júní 2013

Svifsýni var tekið 25. júní. Mjög lítill gróður er á svæðinu. Eins og í fyrri viku fannst í sýninu tegund af ættkvísl  Dinophysis (DSP) en fjöldi fruma var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


19 júní 2013

Svifsýni var tekið 19. júní. Mjög lítill gróður er á svæðinu. Í sýninu fanst tegund af ættkvísl  Dinophysis (DSP) en fjöldi fruma var undir viðmiðunarmörkum um hættu á skelfiskeitrun.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


12. júní 2013
Svifsýni var tekið 11. júní.  Töluverður gróður er á svæðinu, blanda af  kísilþörungum og skoruþörungum. Í sýninu fundust tegundir af ættkvíslum  Dinophysis (DSP),  og Pseudonitzschia (ASP) og fjöldi þeirra fyrrnefndu var yfir viðmiðunarmörkum.

Varað er við neyslu skelfisks á svæðinu.


3. júní 2013
Svifsýni var tekið 3. júní, töluverður gróður er á svæðinu, blanda af  kísilþörungum og skoruþörungum. Í sýninu fundust tegundir af ættkvíslum  Dinophysis (DSP),  og Pseudonitzschia (ASP)en fjöldi þeirra var vel undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


1. apríl 2013
Svifsýni var tekið 1. apríl en í því var töluverður gróður, þá helst kísilþörungar. Í sýninu fundust Dinophysis tegundir, Alexandrium  og Pseudonitzschia en fjöldi þeirra var vel undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


16. febrúar 2013
Svifsýni var tekið 16. febrúar en í því var litill gróður, þá helst kísilþörungar. Í sýninu fundust Dinophysis tegundir, Alexandrium  og Pseudonitzschia en fjöldi þeirra var vel undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


31. janúar 2013
Svifsýni var tekið 31. janúar. Samskonar samsetning á svifþörungum og síðast og  ennþá er litill gróður á svæðinu, þá helst kísilþörungar. Í sýninu fundust Dinophysis tegundir  og Pseudonitzschia en fjöldi þeirra var vel undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.


10. janúar 2013
Svifsýni var tekið 10. janúar en í því var litill gróður, þá helst kísilþörungar. Í sýninu fundust Dinophysis tegundir  og Pseudonitzschia en fjöldi þeirra var vel undir viðmiðunarmörkum.

Ekki er varað við neyslu skelfisks á svæðinu.



 


 

 

 

 

Hafrannsóknastofnunin - wwwhafro.is -hafro@hafro.is - s: 5752000