Sumir svifþörungar
í sjó geta myndað eiturefni sem valda
skelfiskeitrun þar sem menn
og dýr veikjast
eftir neyslu á eitruðum skelfiski einnig
geta
svifþörungar valdið
fiskadauða, sérstaklega
í
eldi
. Í kjölfar
vaxandi umsvifa
í fisk- og skeldýraeldi hafa á
undanförnum
árum verið gerðar síauknar kröfur um
eftirlit með vexti eitraðra þörunga og
eitrun af
þeirra völdum. Á það við hér
á landi sem og annars staðar.
Matvælastofnun
í samvinnu við
Hafrannsóknastofnunina,
skelfiskveiðimenn og kræklingsræktendur
hefur frá árinu 2005 vaktað eitraða
svifþörunga á nokkrum
svæðum við landið. Svæði í Stakksfirði,
Hvalfirði, Breiðafirði og
Steingrímsfirði eru vöktuð um þessar
mundir. Þar er fylgst
með þéttleika eitraðra svifþörunga
með reglubundnum hætti frá vori og fram
á haust.